100 dagar í Heiðarskóla hjá 1. bekk
Í dag 14. febrúar fögnuðu nemendur í 2. og 10. bekk því að 1. bekkur er búinn að vera 100 daga í Heiðarskóla! 🎉
Nemendur stóðu heiðursvörð og gekk 1. bekkur í gegn. Við höfum öll séð hvað 1. bekkur hefur vaxið og dafnað á þessum fyrstu 100 dögum og var gaman að fagna því svona. Mikið fjör og gleði.
Við óskum 1. bekk til hamingju og hlökkum til að fylgjast með þeim næstu mánuðina og árin. 🌟