Uppbyggingarstefnan

Heiðarskóli kennir sig við Uppbyggingarstefnuna og vera Uppbyggingarskóli. Starfsfólk skólans hefur farið á ýmis námskeið, heimsótt skóla og fengið fyrirlestra og námskeið til okkar.

Uppeldi til ábyrgðar – Uppbygging sjálfsaga (e. Restitution) miðar að því að ýta undir ábyrgðarkennd og sjálfstjórn barna og unglinga og þjálfa þau í að ræða um tilfinningar sínar og átta sig á þörfum sínum. Með þvi að nýta vinnuaðferðir uppbyggingarstefnunnar er verið að styðja starfsmenn skólans við að móta sér skýra stefnu varðandi samskipti og agamál.  Í uppeldi til ábyrgðar erum við að kenna sjálfstjórn og sjálfsaga og styrkja einstaklinga í því að læra af mistökum sínum. Hugmyndafræðin hefur áhrif á kennsluhætti, stjórnunarhætti, áherslur í lífsleiknikennslu og á meðferð agamála. Hugmyndafræðin byggist á því að einstaklingurinn geti tekið sjálfstæðar, siðferðilegar ákvarðanir varðandi eigin hegðun þegar hann er laus undan skömm, hótunum, sektarkennd eða væntingum og loforðum um umbun og að hann fái tækifæri til að meta lífsgildi sín. 

Stefna Uppeldi til ábyrgðar hvetur hvern og einn til að taka ábyrgð á eigin orðum og gerðum. Við vinnum að verkefnum þar sem spurt er hvernig manneskjur viljum við vera, hver hlutverk okkar eru og hvaða þarfir liggja að baki hegðunar okkar. Reynt er að skapa aðstæður fyrir einstaklinginn til að geta leiðrétt og bætt fyrir mistök sín, gert betur og snúið síðan aftur til hópsins með aukið sjálfstraust. Í uppbyggingu sjálfsaga er lögð áhersla á jákvæð samskipti fremur en reglur, ábyrgð fremur en blinda hlýðni og sjálfsvirðingu fremur en umbun. 

Unnið er að bekkjarsáttmála í hverjum bekk þar sem kennari og nemendur ákveða í sameiningu hvaða lífsgildi þeir vilja hafa að leiðarljósi í bekknum. Einnig er unnið með þitt og mitt hlutverk þar sem nemendur og starfsfólk koma sér saman um hlutverk sitt í bekk, á göngum, í matsal og á fleiri stöðum. Á hverju ári er háttvísidagur í Heiðarskóla þar sem unnin eru verkefni í anda uppbyggingarstefnunnar sem miða að því að styrkja nemendur sem einstaklinga og sem hóp.  

Á þessari síðu höfum við safnað saman fróðlegu efni fyrir foreldra og aðra áhugasama um Uppbyggingarstefnuna. 

Foreldrafréttabréf 2023 - 2024

September

Október

Nóvember

Desember

Janúar

Febrúar

Rafræn fréttabréf 2021 - 2022 (smellið á myndirnar)

Foreldrafréttabréf 2022 - 2023

September

Október

Nóvember

Desember

Janúar

Febrúar

Mars

Bæklingar

Kynningarbæklingur um Uppbyggingarstefnuna

Kynningaglærur frá foreldrafundi haustið 2009

Bækur:

Sterk saman
Uppeldi til ábyrgðar
Barnið mitt er gleðigjafi

Vefsíður:

Vefsíða félagsins Uppbygging sjálfsaga - Uppeldi til ábyrgðar
www.realrestitution.com

Facebook síða uppbyggingarfélagsins: https://www.facebook.com/Uppbygging-sj%C3%A1lfsaga-uppeldi-til-%C3%A1byrg%C3%B0ar-323724636704

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan