Félagsstarf
Félags- og tómstundastörf
Umsjónarmenn félagsstarfa vinna áætlanir um félagsstarfsemina í samráði við nemendaráð. Einnig er haft samstarf við tómstundaleiðbeinendur í öðrum grunnskólum Reykjanesbæjar.
Skipulagt félagsstarf er í Heiðarskóla fyrir mið- og unglingastig, þar fylgir 7. bekkur miðstiginu. Nokkrar skipulagðar skemmtanir eru haldnar fyrir yngsta stigið.
Tekið er tillit til útivistarreglna varðandi tímalengd og tímasetningu skemmtana.
Miðað er við eftirfarandi tímasetningar.
- 4.-5. bekkur 17:00-19:00
- 6.-7. bekkur 19:30-21:30
- 8.-10. bekkur 20:00-22:00 (23.00)
Minnt er á að skólareglur gilda í félagsstarfi nemenda. Brot á reglunum jafngildir broti á skólareglum á skólatíma.
Nemendafélag/nemendaráð
Allir nemendur skólans teljast félagar í NFH, nema þeir óski eftir öðru. Innan nemendafélagsins er nemendaráð sem hefur það að markmiði að gæta hagsmuna nemenda skólans með því m.a. að fjalla um áætlanir um skólastarf (skólanámskrá og starfsáætlun) sbr. grunnskólalög, að miðla upplýsingum milli nemenda og stjórnenda skólans og að sjá um og skipuleggja félagslíf nemenda í Heiðarskóla í samstarfi við umsjónarmenn félagsstarfa.
Nemendur úr 8.-10.bekk skipa nemendaráð Heiðarskóla. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi nemendaráðs sækja um það að vori og munu nemendur á unglingastigi svo kjósa í ráðið. Þegar ráðið hefur verið skipað kjósa meðlimir þess formann, varaformaður og ritara. Formaður og varaformaður sitja í skólaráði og funda með skólastjórnendum eftir þörfum.
Nemendur sem skipa nemendaráð skulu vera til fyrirmyndar bæði innan sem utan kennslustofa, hafa góða skólasókn og sinna námi sínu af bestu getu. Þeir nemendur sem neyta áfengis, vímuefna eða tóbaks geta ekki verið meðlimir í nemendaráði.
Starf nemenda í nemendaráði er metið sem fjórar valgreinar.
Nemendaráðið skólaárið 2022 - 2023 er skipað eftirtöldum nemendum:
Formaður: Bergrún Björk R. Önnudóttir
Varaformaður: Halldóra Mjöll Ingiþórsdóttir
Dæmi um helstu viðburði á skólaárinu:
- Lazertag fyrir 8. – 10. bekk
- Sameiginleg diskótek fyrir 5. – 7. bekk
- Íþróttamót milli skóla og innan skóla
- Diskótek og viðburðir fyrir nemendur Heiðarskóla
- Gettu ennþá betur fyrir 8. – 10. bekk
- Jóla- og páskabingo fyrir nemendur Heiðarskóla
- Árshátíðarball fyrir 8. – 10. bekk í Reykjanesbæ
- Diskótek fyrir yngstu nemendur Heiðarskóla
Fjörheimar
Auk félagsstarfa í skólanum geta nemendur í 8.-10. bekk sótt sameiginlega menningarmiðstöð skóla í Reykjanesbæ, Fjörheima. Upplýsingabækling Fjörheima má sjá hér: http://issuu.com/davidoskars/docs/fjorheimar2016/1