Fréttir
Gleðileg jól
Í dag áttum við fallega jólastund í Heiðarskóla, bæði á jólaballi í íþróttasalnum og stofujól hjá nemendum. Sjá má myndir í myndasafni af jólaballinu 🎄 Eigið gleðileg jól og við hittum nemendur okkar aftur mánudaginn 6. janúar....
Lesa meiraSvakalega lestrarkeppnin
Svakalega lestrarkeppnin Í nóvember tóku nemendur Heiðarskóla þátt í lestrarkeppninni Svakalega lestrarkeppnin, þar sem skólar á Suðurnesjum keppa sín á milli um fjölda lesinna blaðsíðna sem lesnar voru á mánuði. Lestrarteymi Heiðarskóla ákvað að hafa vikulegar keppnir á yngsta-, mið- og elsta stigi þar sem áherslan var á fjölda lesinna mínútna. N...
Lesa meiraJólahátíð
Jólahátíð Heiðarskóla fer fram föstudaginn 20. desember frá 9:15-11:15. Nemendur mæta í heimastofur sínar 9:15 og hátíðin hefst inn á sal 9:30. Þar verður sýndur Helgileikur, tónlistaratriði og að lokum verður dansað í kringum jólatréð. Að því loknu halda allir í sínar heimastofur og eiga notalega stund með sínum umsjónarkennara....
Lesa meiraHátíðarmatur
Í dag var hátíðarmatur og fengu nemendur kalkún, steiktar kartöflur, eplasalat, sveppasósu og meðlæti og ísblóm í eftirrétt. Nemendur tóku vel til matar síns og áttu allir góða stund saman....
Lesa meiraUpplestur
Halla Karen Guðjónsdóttir kom í vikunni og las og lék fyrir nemendur á yngsta stigi úr bókunum Grýlu og Jólasveinasögu. Skemmtileg stund sem nemendur og starfsfólk áttu saman með henni....
Lesa meiraVerkfalli aflýst
Búið er að fresta verkfalli félagsmanna KÍ. Mánudaginn, 2. desember verður því skóli hjá nemendum Heiðarskóla samkvæmt stundarskrá....
Lesa meiraVerkfall í Heiðarskóla
Verkfall félagsmanna Kennarasambands Íslands hefst í Heiðarskóla mánudaginn 25. nóvember. Frístundarstarfið helst áfram óbreytt. Frístund verður opin á sama tíma og venjulega frá kl. 13.10. Starfsmenn í Frístund munu taka á móti nemendum á útisvæði kl. 13.10 þar sem þau byrja hvern dag í útiveru....
Lesa meiraSvakalega lestrarkeppni grunnskólanna vika 4
Þá er svakalegu lestrarkeppninni okkar lokið og stóður nemendur skólans sig með stakri prýði. Í viku 4 voru 1. bekkur, 6. bekkur og 9. bekkur sigurvegarar en þau lásu flestar mínútur að meðaltali. Þau hafa fengið kökusneiðar í verðlaun og voru nemendur alsælir með verðlaunin. Það er gaman að segja frá því að þessar fjórar vikur sem keppnin var lás...
Lesa meiraMenningarstundir
Sú hefð hefur skapast í Heiðarskóla að í tilefni að Degi íslenskrar tungu sem er 16. nóvember ár hvert að þá höfum við verið með menningarstundir á sal skólans. Nemendur í 1. - 7. bekk hafa verið að æfa vísur, leikþætti og hin ýmsu lög sem þeir sýndu fyrir hvort annað í liðinni viku og stóðu sig ótrúlega vel....
Lesa meiraBrunaæfing
Miðvikudaginn 20. nóvember var brunaæfing í Heiðarskóla. 3. bekkur byrjaði á að fá fræðslu inn á sal skólans og í kjölfarið fór brunabjallan í gang og allir nemendur og starfsfólk skólans söfnuðust saman á söfnunarstað skólans, sem er fótboltavöllurinn. Nemendur stóðu sig glimmarandi vel og fékk skólinn topp einkunn frá slökkviliðinu. Einhver atrið...
Lesa meira