18. mars 2025

Alþjóðlegur hamingjudagur fimmtudaginn 20. mars

Fimmtudaginn 20. mars er alþjóðlegur hamingjudagur. Á þessum degi fögnum við hamingjunni og mikilvægi þess að vera góð við hvort annað, verum riddarar kærleikans.

Við hvetjum nemendur og starfsfólk til að klæðast rauðu eða bleiku til að sýna stuðning við kærleika og jákvæðni í samfélaginu okkar. Þetta er frábært tækifæri til að minna okkur á að við höfum öll áhrif á líðan annarra og að það er alltaf mikilvægt að vera góð við hvort annað.

Tökum þátt í þessum degi og látum gott af okkur leiða þennan dag sem og aðra daga.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan