11. apríl 2025

Hugvitsdagur

Síðastliðinn miðvikudag var hugvitsdagur hér í skólanum þar sem nemendur fengu tækifæri til að leggja hefðbundið nám til hliðar og spreyta sig á fjölbreyttum og skapandi verkefnum.

Dagskráin var fjölbreytt og spennandi, meðal annars bjuggu nemendur til litríkar mandölur, hönnuðu mynstur á peysur og byggðu brýr úr spaghettí og sykurpúðum. Einnig tóku þeir þátt í Breakoutleik þar sem þeir voru "lokaðir inni" í Adams fjölskyldu húsinu og þurftu að vinna saman að því að leysa þrautir til að „komast út“ innan 20 mínútna.

Dagurinn var fullur af gleði, sköpun og samvinnu.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan