Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar
Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar var haldin síðastliðinn fimmtudag í Hljómahöll og var það sannarlega hátíðlegur viðburður þar sem nemendur komu saman til að sýna fram á hæfni sína í upplestri. Fulltrúar Heiðarskóla voru Árdís Eva og Þorbjörg Eiríka sem stóðu sig með eindæmum vel.
Jakub Piotr nemandi okkar, las upp ljóð á sínu tungumáli og stóð sig einnig mjög vel.
Að þessu sinni hlaut Háaleitisskóli fyrsta sætið og Myllubakkaskóli var í öðru og þriðja sæti og óskum við þeim innilega til hamingju.
Við óskum öllum keppendum áframhaldandi árangurs.