11. apríl 2025

Páskafrí

Mánudaginn 14. apríl hefst páskafrí hjá nemendum og starfsfólki Heiðarskóla. Skóli hefst aftur þriðjudaginn 22. apríl samkvæmt stundaskrá. 
 
Nemendur hafa verið duglegir að lesa í vetur og hvetjum við þá til að halda sér í góðri lestraræfingu í páskafríinu með notalegum lestrarstundum. 

Við óskum nemendum, foreldrum og forráðamönnum gleðilegra páska og vonum við að allir njóti frísins og borði nóg af súkkulaði eða öðru góðgæti.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan