24. mars 2025

Árshátið Heiðarskóla

Fimmtudaginn 27. mars og föstudaginn 28. mars fer árshátíð Heiðarskóla fram.

Árshátíðin er að venju þrískipt og má sjá tímasetningar hér fyrir neðan.

Tímasetningar árshátíðar eru sem hér segir:

Föstudagur 28. mars
1. - 4. bekkur: Mæting í heimastofu kl. 8:40, hátíð hefst kl. 9:00.
5. - 7. bekkur: Mæting í heimastofu kl. 10:40, hátíð hefst kl. 11:00.

Fimmtudagur 27. mars
8. - 10. bekkur. Mæting í heimastofu kl. 19:20, hátíð hefst kl. 19:30.

Að sýningu lokinni hjá yngra stigi og miðstigi verður nemendum og gestum boðið upp á skúffuköku í tilefni dagsins. Nemendur koma með eigin drykki en kaffi verður í boði fyrir fullorðna fólkið. Diskótek verður fyrir unglingastigið að sýningu lokinni.

 
Árshátíðardagurinn er skertur skóladagur og frístund lokuð.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan