Söngleikurinn Anní - styrktarsýning
Síðastliðinn þriðjudag, 3. apríl, var haldin styrktarsýning á söngleiknum Anní á sal skólans. Sýningin heppnaðist vel og tókst að safna 100.000 krónum og rennur allur ágóðinn óskiptur í styrktarsjóð Bryndísar Klöru. Frábært framtak hjá nemendum og leikstjórum leiklistarvals og þökkum við öllum sem komu og studdu við þetta mikilvæga málefni.