3. bekkur - Útinám
Útinámið hefur gengið ljómandi vel hjá okkur í 3. bekk. Við erum búin að fara á Mánahest, á bókasafnið, að vatnstankinum í Vatnsholti, upp í móa og að minnismerki sjómanna. Þar fáum við fræðslu um staðinn, förum í leiki og gerum verkefni sem tengjast námsmarkmiðunum. Nemendur una sér vel í útináminu og fá einnig að kynnast breytilegri veðráttu landsins. Fleiri myndir má sjá í myndasafni.
- Sigurbjörg og Sólveig Rós