5. bekkur fór í heimsókn í Ráðhús Reykjanesbæjar
5. bekkur hefur verið að vinna verkefni sem snýst um sjálfbærni. Þau hafa horft á fræðslumyndbönd um endurvinnslu og hvað þau geta gert til þess að ná Heimsmarkmiðunum. Þau hafa lært að allir geta lagt sitt af mörkum til þess að gera heiminn betri og auka sjálfbærni. Eftir vettvangsferð um bæinn tóku þau eftir að það væru ekki flokkunartunnur á helstu gönguleiðum bæjarins og þær sem voru eru ýmist svartar eða grænar sem gæti ruglað fólk. Þau hittu því bæjarstjórann og afhentu honum bréf til að óska eftir úrbótum. Bæjarstjórinn tók vel á móti þeim og voru nemendur ánægðir með heimsóknina.
Hér má sjá myndir af nemendunum og bréfinu til bæjarstjórans.