9. bekkur bauð 6. bekk í náttúrufræðitíma
Nemendur í 9. bekk eru að fræðast um hjartað í náttúrufræði og hluti af kennslunni er að kryfja hjarta. Þetta voru svínshjörtu sem þau voru að kryfja. Fyrr í vetur var 9. bekkurinn búin að kryfja lungu en geymdu hjörtun þangað þau voru búin að fara í kaflann um blóðrásina.
Markmið tímans var að skoða kransæðarnar og útskýra fyrir 6. bekk hlutverk þeirra. Svo áttu þau að skoða hægri og vinstri helming hjartans bæði að utan og innan og útskýra fyrir 6. bekk af hverju vinstri helmingurinn væri vöðvameiri en sá hægri. Þau áttu að skoða æðarnar sem koma inn í mismunandi hjarta hólf og finna lokurnar í æðunum og á milli hjartahólfanna.
Virkilega gaman að sjá hvað nemendur í 6. bekk höfðu gaman af fræðslunni frá nemendum í 9. bekk.