Adam mælir með...
Gullgerðarmaðurinn er virkilega skemmtileg og spennandi bók eftir Michael Scott. Hún var gefin út árið 2009.
Gullgerðarmaðurinn er um tvíbura sem heita Josh og Sophie Newman sem eru fimmtán ára og eru frá San Francisco. Tvíburarnir eru með árur úr gulli og silfri. Allir eru með sínar eigin árur en gull og silfur árur eru virkilega sjaldgæfar. Þau Nicolas Flamel og kona hans Perenelle eru göldrótt og hafa lifað í margar aldir. Flamel er fæddur árið 1330 og samkvæmt opinberum gögnum dó hann 1418
en gröf hans er tóm. Hann og Perenelle nota bók Abrahams lærða til að framkalla galdur sem kemur í veg fyrir öldrun. Þau þurfa að gera galdurinn á mánaðar fresti. Tvíburarnir vita ekkert um að hjónin séu göldrótt. Josh vinnur í bókabúð hjá Nicolas en Sophie á kaffihúsi hjá Perenelle. Búðirnar eru á móti hvor annarri. Einn dag rennur limósína upp að bókabúð Flamels, það er John Dee, mesti óvinur hjónana. Hann kemur til að stela bók Abrahams lærða. Honum tekst að ná öllum blaðsíðunum nema tveimur öftustu. Josh nær þeim, Dee tók Perenelle til fanga en Flamel kemst undan með tvíburana.
Mér finnst þessi bók skemmtileg vegna þess að þetta er ævintýra- og spennusaga í anda HarryPotter.
Adam Sveinsson 9.ÞE