Aðventan
Að vanda er margt um að vera í desember í Heiðarskóla. Allir nemendur skólans hafa fengið piparkökur og súkkulaði á sal og þessa dagana eru þeir duglegir við að föndra jólaskraut og skreyta stofurnar sínar. Nemendur í leiklistarvali hafa æft jólaleikrit sem þeir munu sýna leikskólakrökkum og nemendum í 1.-4. bekk síðar í mánuðinum. Í næstu viku munu allir bekkir syngja jólasöngva á sal við píanóundirleik Guðmundar Hermannssonar og þann 13. desember verður hátíðarmatur snæddur í hádeginu. Upplýsingar um jólahátíðina 20. desember verða í Fréttablaði Heiðarskóla sem birt verður á heimasíðu skólans von bráðar. Fleiri myndir má sjá í myndasafni.