29. nóvember 2023

Aðventan

Næsta föstudag 1. desember er skertur nemendadagur í Heiðarskóla eins og áður hefur komið fram. Nemendur mæta í skólann kl. 8.10 og skóladegi lýkur kl. 10.30. Frístund hefst að loknum skóladegi.
Þennan dag verða unnin jólaverkefni, farið í leiki en einnig ætlum við að taka þátt í degi íslenskrar tónlistar. Skipuleggjendur að degi íslenskrar tónlistar hvetja alla nemendur í öllum skólum landsins til að syngja lagið "Það vantar spýtur" úr smiðju Olgu Guðrúnar Árnadóttur og Ólafs Hauks Símonarsonar. Allir á sama tíma, kl. 10.00 og setja Íslandsmet í samsöng og samstöðu! Við ætlum svo sannarlega að taka þátt. 
Nú er aðventan að ganga í garð og ýmislegt sem við gerum í tilefni af því í Heiðarskóla. Hér að neðan  er aðventudagskráin sem við hvetjum ykkur til að skoða. Umsjónarkennarar munu einnig senda ykkur frekari upplýsingar með sinn bekk.

Smellið á myndina til að fá PDF skjal. 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan