1. apríl 2014

Almennar sýningar á leikritinu Keflavík í poppskurn

Hæfileikaríkur hópur nemenda úr 8.-10. bekk fór á kostum í leik, söng og dansi með leikritinu Keflavík í poppskurn, sem frumsýnt var á árshátíð Heiðarskóla 1. apríl. Leikstjórn er í höndum Guðnýjar Kristjánsdóttur, Heiðrúnar Bjarkar Sigmarsdóttur og Maríu Óladóttur.

Almennar sýningar á þessu bráðskemmtilega leikriti verða á sal skólans sem hér segir: 

 

Miðvikudagur  2. apríl     kl. 18.00

Fimmtudagur  3. apríl     kl. 20.00

 

Miðaverð fyrir nemendur skólans er 500 kr en 1000 kr fyrir aðra gesti. Sýningin stendur yfir í tæpa klukkustund. Allir áhugasamir eru hvattir til þess að koma.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan