Ánægjulegu skólaári lokið
Ánægjulegu skólaári var slitið á sal skólans í gær, 6. júní. Skólaslitin voru að venju fjórskipt og flutti Sóley Halla skólastjóri erindi á þeim öllum. Tónlistaratriði voru flutt á öllum skólaslitum og Haraldur Axel aðstoðarskólastjóri veitti viðurkenningar, m.a. fyrir framfarir í lestri, framúrskarandi námsárangur í bóklegum greinum, góðan árangur og fyrirmyndar framkomu í íþróttum og góðan árangur í list- og verkgreinum.
Útskrift 10. bekkjar var síðust á dagskrá en auk Sóleyjar Höllu og Haraldar Axels talaði Gunnar Þór Jónsson, fyrrverandi skólastjóri, til hópsins. Í ár kostaði hann í fyrsta sinn verðlaun sem hann veitti svokölluðum heiðursnemanda Heiðarskóla. Heiðursnemandinn í ár er Jóhann Almar Sigurðsson en að mati kennara og starfsmanna hefur hann verið sérstaklega jákvæður, kurteis og heiðarlegur í samskiptum við nemendur og starfsfólk skólans, verið til fyrirmyndar í framkomu sinni og ávallt gert sitt besta í sínum verkefnum. Lovísa Ýr Andradóttir flutti lagið Over the Rainbow á þverflautu og Azra Crnac söng brot úr Vísum Vatnsenda-Rósu. Bryndís Jóna Magnúsdóttir og María Óladóttir, umsjónarkennarar 10. bekkjanna töluðu til nemenda sinna og annarra gesta og Azra Crnac flutti erindi fyrir hönd nemenda. Að útskrift lokinni gæddu viðstaddir sér á gómsætum veitingum sem nokkrir starfsmenn skólans höfðu galdrað fram.
Myndir má sjá í myndasafni.