24. febrúar 2015

Annað sætið í Gettu enn betur

Spurningakeppni grunnskólanna í Reykjanesbæ, Gettu enn betur, fór fram í Akurskóla 11. febrúar sl. Þeir Fannar Gíslason, Páll Orri Pálsson og Þorbergur Jónsson skipuðu lið Heiðarskóla og áttu þeir Fannar og Þorbergur titil að verja. Þjálfari liðsins var Jóhann B. Guðmundsson. Auk Heiðarskóla tók Holta-, Akur, Njarðvíkur og Myllubakkaskóli þátt. Sem ríkjandi meistarar sátu piltarnir okkar hjá í fyrstu umferð en mættu svo liði Akurskóla í undanúrslitum og unnu þá 39-4. Í úrslitum mættu þeir liði Holtaskóla og var keppnin jöfn og spennandi. Eftir hraðaspurningar var staðan 12-12 en Holtskælingarnir stálu forystunni í bjölluspurningunum og unnu að lokum 24-16. Drengirnir stóðu sig þó með prýði og voru sjálfum sér og skólanum til sóma. 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan