Annar í hvítasunnu, starfsdagur 22. maí og fleira
Framundan er hvítasunnuhelgin og því verður frí í skólanum á mánudaginn, annan í hvítasunnu. Nemendur eru einnig í fríi á þriðjudaginn en þá er starfsdagur hjá starfsfólki Heiðarskóla.
Næstu tvær vikurnar verður farið í vorferðalög og kennsla brotin upp með ýmsum hætti. Upplýsingar um slíkt berast frá umsjónarkennurum, ýmist í heimavinnuáætlun í Mentor eða með tölvupósti.
Í næstu viku verða óskilamunir á borðum á göngum skólans. Foreldrar eru eindregið hvattir til að koma við og athuga hvort týndar flíkur, töskur eða skór leynist þar. Farið verður með óskilamuni sem eftir verða í Rauða krossinn að loknum skólaslitum.