11. mars 2014

Arnar Geir og Svava Rún í úrslit Stóru upplestrarkeppninnar

Fimmtudaginn síðast liðinn voru þau Arnar Geir Halldórsson og Svava Rún Sigurðardóttir valin úr hópi 6 nemenda í 7.HS til að vera fulltrúar Heiðarskóla í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fer í Duus húsum 13. mars nk. Aðrir keppendur voru þau Aron Smári Ólafsson, Elín Rós Bjarnadóttir, Elísabet D. Vilhjálmsdóttir og Nói Sigurðarson. Öll stóðu þau sig með stakri prýði og reyndist dómnefndinni það verkefni að velja aðeins tvo fulltrúa afar erfitt. Dómnefndina skipuðu þær Sóley Halla skólastjóri, Vigdís Karlsdóttir sérkennari og Hafdís Garðarsdóttir kennsluráðgjafi. Allir nemendur 7.HS hafa fengið góða þjálfun í upplestri á undanförnum vikum og mun sú reynsla vafalaust nýtast þeim vel.

 

 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan