30. október 2015

Ást gegn hatri - Fyrirlestrar feðginanna Selmu og Hermanns

8. nóvember er baráttudagur gegn einelti. Að því tilefni kom Selma Hermannsdóttir, þolandi eineltis, í heimsókn til okkar þriðjudaginn 3. nóvember. Hún sagði nemendum í 5.-10. bekk frá reynslu sinni og því hvernig hún hefur unnið gegn einelti með ást en yfirskrift fyrirlestra hennar er Ást gegn hatri. Frásögn hennar var hnitmiðuð og áhrifarík og hafa kennarar rætt um boðskap hennar með nemendahópum sínum í þessari viku. 
 
Um kvöldið þennan sama dag hélt Hermann, faðir Selmu, fyrirlestur fyrir fullum sal foreldra/forráðamanna. Hann ræddi m.a. um sýn sína á foreldrahlutverkið, þann samskiptamáta sem hann hefur tamið sér í uppeldishlutverkinu og mikilvægi þess að vera börnum sínum góð fyrirmynd. Hann hefur ávallt haft það að markmiði að gera börnin sín að góðum manneskjum og veita þeim þannig þau verkfæri sem þau þurfa til að takast á við lífið.
 
 
 
 
  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan