Brunaæfing
Miðvikudaginn 20. nóvember var brunaæfing í Heiðarskóla. 3. bekkur byrjaði á að fá fræðslu inn á sal skólans og í kjölfarið fór brunabjallan í gang og allir nemendur og starfsfólk skólans söfnuðust saman á söfnunarstað skólans, sem er fótboltavöllurinn. Nemendur stóðu sig glimmarandi vel og fékk skólinn topp einkunn frá slökkviliðinu. Einhver atriði sem má laga og munum bið bæta það. Lóu Björg skólastjóra var bjargað úr “brennandi” skólanum ásamt Agnesi á bókasafninu í körfubíl og þótti það mjög spennandi 😊