4. mars 2025

Brúum bilið - undirbúningur fyrir haustið

Nýlega komu skólahópar frá Heiðarsel og Garðasel til okkar til okkar í heimsókn, þar sem börn úr 1. bekk tóku á móti gestunum og hjálpuðu þeim með spennandi verkefni. Þetta er hluti af samstarfi milli skólanna þar sem markmiðið er að undirbúa komu skólahópanna til okkar í haust.

Börnin í 1. bekk tóku vel á móti nýju vinum sínum og unnu þau vel saman. Eftir að verkefnum var lokið fengu allir að leika saman sem skapaði mikla gleði hjá öllum.

Virkilega skemmtilegar stundir og  hlökkum við til að fá þau  aftur til okkar í heimsókn.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan