Bryndís Jóna ráðin skólastjóri Heiðarskóla
Bryndís Jóna Magnúsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Heiðarskóla.
Bryndís Jóna lauk kennaranámi með B.Ed. gráðu árið 2006 frá Kennaraháskóla Íslands og stundar nú meistaranám við Háskóla Íslands með áherslu á stjórnun menntastofnana.
Hún hefur starfað við Heiðarskóla frá árinu 2009 við góðan orðstír og verið í stjórnunarteymi skólans frá árinu 2013. Fyrst sem deildarstjóri í þrjú ár og síðan aðstoðarskólastjóri frá árinu 2016. Bryndís Jóna hefur sinnt starfi skólastjóra í tímabundinni ráðningu frá 1. apríl 2019.