1. febrúar 2013

Dagur stærðfræðinnar

Stærðfræðikennsla í 6.-10. bekk var brotin upp í dag í tilefni af degi stærðfræðinnar. Lagðar voru fyrir nemendur hinar ýmsu þrautir sem þeir sökktu sér í af miklum áhuga. Flötur, samtök stærðfræðikennara, standa fyrir þessum degi sem er haldinn ár hvert fyrsta föstudaginn í febrúar. Eins og segir á vefsíðu Flatar er markmiðið með deginum annars vegar að vekja nemendur og sem flesta til umhugsunar um stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu og að fá nemendur til að koma auga á möguleika stærðfræðinnar og sjá hana í víðara samhengi.

Fleiri myndir má sjá í myndasafni.

 

 

 

 

.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan