Dagur stærðfræðinnar 3. febrúar
Föstudagurinn 3. febrúar var dagur stærðfræðinnar. Í tilefni af honum voru ýmis óhefðbundin verkefni unnin í stærðfræðitímum. Á yngsta stigi unnu nemendur í aldursblönduðum hópum í skemmtilegri stærðfræðihringekju þar sem m.a. var farið í kastleiki og bingó og unnið með peninga og form. Í eldri bekkjum var unnið með stærðfræði í gegnum spil og unglingarnir leystu þar að auki þrautir sem þeir skrifuðu upp á gluggana í bláa gangi.
Sameiginleg þraut fyrir allan skólann fólst í því að giska á hve margar bækur væru til á bókasafninu. Sigurvegarnir voru tveir og komu úr sama bekknum, 10. ÍS en það voru þeir Arnar Geir og Jón Ragnar. Bækurnar eru 12.007 og giskuðu þeir báðir á að þær væru 12.000. Í verðlaun fengu þeir Rubic´s Cube Twist.