11. nóvember 2013

Emilíana og Stella í 9.ÞE mæla með...

Carpe diem er frábær bók eftir Eyrúnu Ýr Tryggvadóttur og Kristjönu Maríu Kristjánsdóttur, og var bókin gefin út árið 2011.

 

Carpe diem fjallar um Birnu sem er ný flutt inn til ömmu sinnar, ásamt móður sinni og bróður eftir að þau misstu íbúð sína í Breiðholtinu. Mamma hennar hugsar lítið um þau og á við drykkjuvandamál að stríða. Amman reynir þó sitt besta til að vera til staðar fyrir þau. Pabbi Birnu er ekki búinn að láta sjá sig í mörg ár. Hallgrímur, sem er önnur aðalpersóna sögunnar, á hins vegar mjög góða foreldra og notalegt heimili. Birna og Hallgrímur eru saman í bekk en hafa aldrei tekið almennilega eftir hvoru öðru fyrr en á grímuballi sem haldið var í skólanum viku eftir að Birna byrjar. Þar falla þau fyrir hvoru öðru.

 

Þessi bók er ein besta bók sem við höfum lesið. Það sem okkur finnst best við hana er það að hún er mjög raunveruleg og spennandi. Það er eins og maður sé að horfa á mjög góða bíómynd. Boðskapur sögunnar er sá að maður verður að njóta hverrar sekúndu af lífinu.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan