Ferð 7.HS á Reyki
17.-21. mars fórum við í 7. bekk á Reyki með Setbergsskóla og Kelduskóla. Okkur fannst gaman á Reykjum og vildum við mörg hver vera lengur. Við fórum í íþróttir, stöðvaleiki, byggðasafn, undraheim auranna, Bjarnaborg og náttúrufræði. Það voru líka kvöldvökur, frjálsir tímar, diskó, sund og samverustund í íþróttahúsi. Í náttúrufræði fórum við í fjöru að safna skeljum, kuðungum, kræklingum og margt fleira frá fjörunni, eftir það máttum við opna kræklingana. Í íþróttum gerðum við ýmislegt eins og að spila körfubolta, skotbolta, fótbolta og leiki. Í undraheimi auranna fórum við í leiki t.d. komast í gegnum húlahringi, kasta bangsa á milli, svara spurningum og og spila peninga spil. Okkur fannst það mjög gaman. Í byggðasafni skoðuðum við hluti sem voru notaðir í gamla daga. Við kíktum inn í herbergin sem voru þar. Við þurftum að finna hluti, finna hlut með númer, finna nafnið á hlutnum og segja til hvers hann var notaður. Við skoðuðum líka hákarla og lærðum betur hvor er hættulegur og hvor ekki. Þeir sem vildu fengu að smakka hákarl. Á stöðvaleikjum vorum við úti á stöðvum 1-10. Við spurðum spurninga og hinir þurftu að svara spurningunum. Í Bjarnaborg voru fullt af leikjum eins og borðtennis, hockey, skák og billjard. Í Bjarnaborg var líka náttúrufræðistofan, stöðvaleikastofa, myndlistastofa, bíómyndastofa, venjuleg stofa og kennaraherbergi. Við fengum 5 sinnum að borða á dag, það var morgunmatur, hádegismatur, kaffi, kvöldmatur og kvöldhressing sem voru ávextir. Við vorum í herbergjum frá kl. 22:00 til 23:00, að spjalla saman um krakkana sem voru á Reykjum og hvað þau voru að gera þennan sama dag.
Fyrir hönd 7.HS., Dominika Inga.
Fleiri myndir frá Reykjum má sjá í myndasafni.