25. janúar 2016

Forritunarkeppni grunnskólanna

Tækinskólinn heldur Forritunarkeppni grunskólanna dagana  1. – 2. apríl. Keppnin er opin öllum grunnskólanemendum sem hafa áhuga á forritun. Einnig munu nemendur, auk kennara Tækniskólans halda forritunarbúðir helgina 12. og 13. febrúar í Vörðuskóla. 
 
Forritunarbúðir: 
Föstudagur frá 16.00 til 20.00 
Laugardagur frá 10.00 til 16.00     
 
Forritunarbúðirnar eru góður undirbúningur fyrir forritunarkeppnina.
 
Skráning í forritunarbúðir er hér: http://goo.gl/forms/E2HzFRnm9F
 
Forkeppnin fer fram 22. - 28. febrúar. 
 
Forkeppnin er hugsuð þannig að þeir sem skrá sig til leiks fá send forritunardæmi sem þeir eiga að leysa og senda inn svör. 
Nemendum er svo skipt niður í deildir eftir því hvernig þeim gengur í forkeppninni. 
 
Nemendur mega vinna þetta saman í 2-3 manna hópum ef þeir vilja en mega einnig vera einir.  Sama fyrirkomulagið er síðan í keppninni sjáfri.
 
Nemendur mega líka skrá sig til leiks þó þeir taki ekki þátt í undankeppninni.
 
Enginn kostnaður er við að taka þátt i keppninni.  Nánari upplýsingar www.kodun.is 
 
 
 
  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan