8. október 2020

Forvarnardagurinn

Nemendur 9. bekkjar tóku þátt í Forvarnardeginum sem haldinn er að frumkvæði forseta Ísland um allt land. Nemendur tóku þátt í umræðum og fengu fræðslu um verndandi þætti í lífi ungmenna. Þessir þættir eru: samvera með foreldrum/forráðamönnum, þátttaka í skipulögðu íþrótta og tómstundarstarfi og leyfum heilanum að þroskast - hvert ár skiptir máli!

Nemendur skráðu niður hugmyndir sýnar og sendu þær inn á vef forvarnardagsins. Einnig var horft á stuttmynd þar sem margar góðar fyrirmyndir ræddu um málefnið.

Nánari upplýsingar má finna inn á https://www.forvarnardagur.is/ 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan