Fyrirlestur hjá Bjarna Fritzsyni
Í dag fengu nemendur miðstigsins heimsókn frá Bjarna Fritzsyni. Hann er sálfræðingur og rithöfundur og hefur m.a. skrifað bækurnar um Orra óstöðvandi. Fyrirlesturinn fjallaði um heilbrigði og sjálfstyrkingu og var í boði FFGÍR og foreldrafélaga grunnskóla Reykjanesbæjar. Við þökkum þeim kærlega fyrir. Nemendur okkar voru ánægðir með fyrirlesturinn og voru mjög áhugasamir.
Miðvikudaginn 15.janúar kl. 19:30 er foreldrum boðið á fyrirlestur hjá Bjarna í Íþróttaakademíunni, þessi fyrirlestur hefur verið gríðarlega vinsæll á undanförnum misserum. Þeir foreldar sem vilja fá með sér heim handbók heim til að nota og fræðast.
Allir foreldrar Reykjanesbæjar eru velkomnir en foreldrar barna í 5-7 bekk eru boðnir sérstaklega velkomnir.