Garðar Júlian vann teiknimyndasamkeppni Draw a Scientic
Garðar Júlian sigraði teiknimyndasamkeppni á vegum Breska sendiráðsins sem heitir Draw a Scientic. Samkeppnin var haldin á síðasta skólaári en verðlaunaafhending fór fram núna á haustdögum.
Samkeppnin var fyrir börn á aldrinum fimm til fjórtán ára. Þeirra verkefni var að teikna vísindamanneskju og gefa henni nafn. Nær 200 myndir bárust í keppnina en Garðar bar sigur úr býtum með mynd sinni af Aroni loftslagsfræðingi.Teikning Garðars var endurgerð af breska teiknaranum Millie Bicknelle og bregður henni fyrir í bókinni Tæknitröll og íseldfjöll. Bókin er ætluð börnum og kynnir fyrir þeim nokkur af áhugaverðustu og mikilvægustu framtíðarstörfum Íslands.
Við óskum Garðari Júlían innilega til hamingju.