10. apríl 2018

Góður árangur í stærðfræðikeppni grunnskólanna

Stærðfræðikeppni grunnskólanema fór fram í Fjölbrautaskóla Suðurnesja 12. mars s.l. Þar voru þátttakendur 148 úr öllum grunnskólum á Suðurnesjum. Ragnheiður Gunnarsdóttir stærðfræðikennari í FS hafði umsjón með keppninni eins og undanfarin ár.

Verðlaunaafhending fór síðan fram í gær, mánudaginn 8. apríl.  Þar mættu tíu efstu í hverjum árgangi ásamt foreldrum sínum, stærðfræðikennurum og skólastjórnendum grunnskólanna. Allir sem voru boðaðir fengu viðurkenningarskjal en Íslandsbanki og Verkfræðistofa Suðurnesja gáfu verðlaunin fyrir 1. - 3. sæti í hverjum árgangi. Verðlaun fyrir fyrsta sæti voru 20.000 kr., fyrir annað sætið 15.000 kr. og 10.000 kr. fyrir það þriðja. Að auki fengu þrír efstu í 10. bekk grafískan vasareikni frá Verkfræðistofu Suðurnesja. Þau Sigrún Vilhelmsdóttir frá Verkfræðistofu Suðurnesja og Sighvatur Ingi Gunnarsson frá Íslandsbanka afhentu verðlaunin.

Fjórir nemendur úr Heiðarskóla voru boðaðir á verðlaunaafhendinguna, þær Ásta Kamilla og Halldóra Guðrún úr 8. bekk og Stefán Ingi og Lovísa úr 9. bekk. Úrslitin voru á þessa leið:

8. bekkur:

Ásta Kamilla Sigurðardóttir 8. LA - 7. - 10. sæti

Halldóra Guðrún Jónsdóttir 8. ÍÁ - 3. sæti

9. bekkur:

Lovísa Gunnlaugsdóttir 9. DS - 3. sæti

Stefán Ingi Víðisson 9. DS - 2. sæti

Við óskum þessum nemendum innilega til hamingju með árangurinn.

(Á myndinni frá vinstri: Þóra Guðrún stærðfræðikennari, Halldóra Guðrún, Ásta Kamilla, Stefán Ingi, Lovísa og Íris stærðfræðikennari.)

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan