Göngum í skólann verkefnið
Heiðarskóli var þátttakandi í verkefninu ,,Göngum í skólann” sem stóð yfir í 5 vikur í september og október og var þátttaka mjög góð eða yfir 70% að meðaltali. 7. bekkur SB var með mesta þátttöku eða 99%, 9. bekkirnir deila 2. og 3. sæti báðir með 93% þátttöku.
Sigurvegarnir fengu viðurkenningarskjal og ætla að halda uppá sigurinn með Halloween hlaðboði.