Gróðursetningardagur
Í vor sótti Heiðarskóli um styrk í Yrkjusjóð og fékk úthlutað 469 birkiplöntum sem við fengum í síðustu viku. Síðastliðinn föstudag var svo gróðursetningardagur Heiðarskóla sem heppnaðist með eindæmum vel. Veðrið lék við okkur og hefði ekki getað
verið betra. Það gróðursettu allir nemendur Heiðarskóla eina birkiplöntu og stóðu nemendur sig með mikilli prýði og voru skólanum til mikils sóma. Við vorum í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjanesbæjar og gekk það vel og vildu þau skila hróskveðjum til allra nemenda og kennara fyrir vel heppnaðan dag. Þetta verður klárlega endurtekið að ári.