Guðni Líndal las upp úr bókinni Leyndardómur erfingjans
Nemendur í 5.-7. bekk fengu góða heimsókn í dag. Guðni Líndal Benediktsson kom og las fyrir þá upp úr nýútkominni bók sinni Leyndardómur erfingjans. Hún er framhald bókarinnar Leitin að Blóðey sem kom út í fyrra. Fyrir hana hlaut Guðni Íslensku bókmenntaverðlaunin. Nemendur hlustuðu spenntir á upplestur Guðna þar sem aðalsögupersónurnar glímdu við sjálfan Lagarfljótsorminn!