25. september 2024

Gulur fimmtudagur

Við í Heiðarskóla ætlum að mæta í einhverju gulu fimmtudaginn 26. september. Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Það er von undirbúningshópsins að gulur september, auki meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna, sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju. 

Nemendaráð Heiðarskóla ætlar að selja muffins með gulu kremi í nestinu fimmtudaginn 26.september og mun allur ágóði renna til Píeta samtakanna.  

Heim - Pieta samtökin

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan