Gunnar Helgason las úr bókinni Gula spjaldið í Gautaborg
Leikarinn og rithöfundurinn Gunnar Helgason heimsótti nemendur í 5.-8. bekk í morgun og las valda kafla úr nýútkominni bók sinni Gula spjaldið í Gautaborg. Þetta er fjórða bókin um fótboltakappann Jón Jónsson og jafnframt sú síðasta. Nú er Jón staddur á stærsta knattspyrnumóti unglinga í heimi, Gothia Cup, í Gautaborg en þar lendir hann ýmsum í ævintýrum innan vallar sem utan. Krakkarnir í 5.-8. bekk skemmtu sér konunglega í salnum með Gunnari sem átti athygli þeirra óskipta í rúma kennslustund. Starfsfólk skemmti sér ekki síður. Krakkarnir fengu að spyrja Gunnar spurninga í lokin og virtust þeir hafa gríðarlegan áhuga á að fá nánari útskýringar á kossaaðferðinni fipl. Á öllu var ljóst að bækur Gunnars njóta mikilla vinsælda enda brugðust krakkarnir ókvæða við þegar hann sagði þeim að fleiri bækur um Jón Jónsson yrðu ekki skrifaðar.