26. mars 2014

Hátíðarkvöldverður 10. bekkinga

Fimmtudaginn 20. mars snæddu nemendur í 10. bekk hátíðarkvöldverð með kennurum og starfsfólki. Frábær foreldrahópur sá um skipulag þessarar stundar og Haraldur Helgason, kokkur og faðir, reiddi fram glæsilegt veisluhlaðborð ásamt aðstoðarfólki. Kolbrún Marelsdóttir sá um veislustjórn og foreldrarhópurinn fjölmennti á sviðinu og söng frumsaminn texta við lagið Lífið er yndislegt. Brynjar Þór, Magnþór og Edda Gerður lásu upp spá um framtíð nemenda og kennara og þekkta frasa í glærusýningu auk þess sem bæði nemendur og kennarar hlutu ýmsar útnefningar. Þær Brynja Ýr og Rannveig Hlín höfðu umsjón með því. Kátir, glaðir og prúðbúnir 10. bekkingar fóru svo með rútu á árshátíðarball unglinganna í Stapa þar sem mikið var hlegið og dansað en þar hélt enginn annar en Páll Óskar uppi stuðinu. Fleiri myndir má sjá í myndasafni. 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan