14. nóvember 2024

Háttvísisdagur

Föstudaginn 8. nóvember var Háttvísisdagur í Heiðarskóla en sama dag er dagur eineltis. Háttvísi er eitt af einkunnarorðum skólans og á hverju ári eru unnin alls kyns verkefni tengt háttvísi. Í ár bar dagurinn okkar yfirskriftina “Riddarar kærleikans”, þar sem við leggjum áherslu á að við sýnum öllum umhyggju og kærleik og skiptum okkur af ef við sjáum að einhverjum líður ekki nógu vel. Nemendur á yngsta stigi horfðu á þætti um Bangsimon, miðstigið á Strákurinn, moldvarpan, refurinn og hesturinn og elsta stigið  horfði á Friends þátt og voru umræður og spurningar unnar eftir þættina á hverju stigi. Að lokum máluðu allir árgangar á steina með fallegum skilaboðum sem dreift verður um hverfi Heiðarskóla.  Góður dagur og skemmtilegur dagur.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan