28. maí 2020

Heiðarleikar, sumarhátíð og skólaslit

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Nú styttist óðum í skólalok. Undanfarnar vikur hafa árgangar farið í vorferðalög og kennsla brotin upp með ýmsum hætti t.d. með vettvangsferðum, menntastríðum á mið- og elsta stigi og fleira.

Takmarkanir á samkomum gera það að verkum að við þurfum að gera fáeinar breytingar á fyrirkomulagi skólaslita og vorhátíðar.


  1. júní er skertur kennsludagur en þá fara hinir árlegu Heiðarleikar fram. Umsjónakennarar munu eiga kveðjustund með bekknum sínum að loknum Heiðarleikum og upp úr kl. 11.10 býður foreldrafélag Heiðarskóla nemendum upp á grillaðar pylsur. Í ár verður ekki gert ráð fyrir því að foreldrar eða gestir komi í pylsupartýið og ekki verður boðið upp á skemmtiatriði.


Skólaslit fara fram fimmtudaginn 4. júní og eru tímasetningar eftirfarandi:

Kl. 09.00 - 1., 2. og 3. bekkur.
Kl. 10.00 - 4., 5. og 6. bekkur.
Kl. 11.00 - 7., 8. og 9. bekkur.
Kl. 16.00 – Útskrift 10. bekkjar – Að útskrift lokinni fer fram myndataka og hátíðarkvöldverður.

Nokkrar breytingar verða á skólaslitum að þessu sinni:

  • Einn fullorðinn má koma með hverju barni í 1. – 9. bekk.
  • Það verður ekki farið í stofur að lokinni athöfn. Nemendur fá vitnisburð afhentan á sal.
  • Stólum verður ekki raðað upp í ytri sal svo gestir geti fært sig til ef þeir vilja forðast mikla nálægð.

---

Shortened version of the above:

Wednesday, 3rd of June is a short school day. From 8.10 - 11.10 we have the Heiðarleikar and after that the parent council will invite all students to a summer party on the school ground. This year parents and other guests will not be invited because of Covid-19.

Skólaslit (the end of the school year) will be on Thursday June 4:

Kl. 09.00 - 1., 2. og 3. bekkur.
Kl. 10.00 - 4., 5. og 6. bekkur.
Kl. 11.00 - 7., 8. og 9. bekkur.
Kl. 16.00 - 10. bekkur

We will have a few changes on the ceremonies this year:

  • One adult can come with each student in grades 1. – 9.
  • Students will not go to their classroom after the ceremonies.
  • We will try to make sure guests can have enough space if they choose so.


  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan