23. maí 2014

Heiðarskólasigur í Skólahreysti 2014!

Lið Heiðarskóla, skipað þeim Andra Má, Arnóri Elí, Elmu Rósnýju og Kötlu Rún, vann frækinn sigur í úrslitakeppni Skólahreystis í Laugardalshöll föstudaginn 16. maí. Mikil stemning var í höllinni og var liðið okkar dyggilega stutt af stórum hópi nemenda, kennara og fjölskyldumeðlima. Alls tóku tólf skólar þátt í þessari æsispennandi úrslitakeppni. Liðið okkar sigraði með 56 stigum og voru nágrannar okkar úr Holtaskóla í 2. sæti með 51 stig. Breiðhyltingarnir úr Seljaskóla vermdu svo 3. sætið. Aðal styrktaraðila keppninnar, Landsbankinn, veitti nemendafélaginu okkar 200.000 krónur og fengu þau Andri, Arnór Elí, Elma og Katla m.a. I-pad mini í verðlaun. Þetta er í annað sinn sem lið Heiðarskóla vinnur þessa vinsælu keppni en það var síðast árið 2009. Í tvígang hefur liðið okkar lent í 2. sæti. Við erum að vonum ákaflega stolt af krökkunum okkar og getum ekki annað en dáðst að hetjulegri frammistöðu þeirra.Við óskum fjórmenningunum og Helenu íþróttakennara innilega til hamingju með árangurinn! 

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan