Heiðarskólasigur í Skólahreysti 2018!
Lið Heiðarskóla, skipað þeim Ástrósu Elísu, Bartosz, Eyþóri og Ingibjörgu Birtu, vann frækinn sigur í úrslitakeppni Skólahreystis í Laugardalshöll í gær, miðvikudaginn 2. maí. Mikil stemmning var í höllinni og var liðið okkar dyggilega stutt af hópi nemenda, kennara og fjölskyldumeðlima. Alls tóku tólf skólar þátt í þessari æsispennandi úrslitakeppni. Liðið okkar sigraði örugglega með 60 stigum. Í öðru sæti með 48.50 stig var lið Laugalækjaskóla og fast á hæla þess kom lið Grunnskólans á Hellu með 47,5 stig. Árangur keppenda okkar var eftirfarandi:
Bartozs: 42 upphífingar (5. sæti) og 49 dýfur (3. sæti)
Ástrós Elísa: 42 armbeygjur (5. sæti) og hékk í 3.04 mínútur (3. sæti)
Ingibjörg Birta og Eyþór fóru hreystibrautina á 2.15 mínútum (1. sæti).
Aðal styrktaraðila keppninnar, Landsbankinn, veitti nemendafélaginu okkar 250.000 krónur og fengu þau Ástrós, Bartozs, Eyþór, Ingibjörg og varamennirnir Andri, Hildur og Jóna Kristín peningaverðlaun og spjaldtölvu.
Þetta er í þriðja sinn sem lið Heiðarskóla vinnur þessa vinsælu keppni, í fyrsta skiptið árið 2009 og síðast árið 2014. Einnig hafa lið okkar lent í tvígang í 2. sæti. Við erum að vonum ákaflega stolt af krökkunum okkar og getum ekki annað en dáðst af hetjulegri frammistöðu þeirra og fyrirmyndarframkomu í öllu ferlinu. Samstaða þeirra og virðing fyrir verkefninu hefur einnig verið eftirtektarverð. Ekki má gleyma að vekja athygli á því að miklar og metnaðarfullar æfingar liggja að baki þessum sigri en keppendur hafa svo gott sem æft öll sunnudagskvöld síðan riðlakeppnin fór fram auk þess sem þeir vörðu góðum tíma í páskafríinu sínu og á sumardaginn fyrsta í æfingar.
Við óskum fjórmenningunum, varamönnum og Helenu íþróttakennara innilega til hamingju með árangurinn!