24. febrúar 2017

Hjördís og Þorbergur í úrslit Stóru upplestrarkeppninnar

Í gær, fimmtudaginn 23. febrúar, voru þau Hjördís Arna Jónsdóttir og Þorbergur Freyr Pálmarsson valin úr hópi 10 nemenda í 7. bekk til að vera fulltrúar Heiðarskóla í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fer í Hljómahöllinni 6. mars nk. Rakel Ýr Þórðardóttir var jafnframt valin varamaður. Aðrir keppendur voru þau Magnús Már Garðarsson, Eyþór Trausti Óskarsson, Helgi Þór Skarphéðinsson, Tanja María Unnarsdóttir, Ásta Kamilla Sigurðardóttir, Guðný Ösp Ólafsdóttir og Klara Lind Þórarinsdóttir. Haukur Ingi Jónsson komst einnig í úrslit en var í leyfi þennan dag. Öll stóðu þau sig með stakri prýði og reyndist dómnefndinni það verkefni að velja aðeins tvo fulltrúa afar erfitt. Dómnefndina skipuðu þau Haraldur Axel skólastjóri, Gunnar Þór Jónsson fyrrverandi skólastjóri Heiðarskóla, Gyða M. Arnmundssdóttir deildarstjóri sérfræðiþjónustu fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar og Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri. Allir nemendur í 7. bekk hafa fengið góða þjálfun í upplestri á undanförnum vikum og mun sú reynsla vafalaust nýtast þeim vel. Fleiri myndir má sjá í myndasafni.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan