Hlið við hlið myndband ársins
Stuttmyndadagar unglingastigs fóru fram dagana 22. - 24. maí en þetta var í sjötta sinn sem þeir eru haldnir hér í Heiðarskóla. Nemendum var skipt í hópa innan hvers árgangs og fengu þeir fimmtudag og fyrstu tvo tímana á föstudegi til þess að búa til myndband eftir ákveðnu þema. Afmæli Heiðarskóla var þemað í ár og áttu myndböndin að vera 3 mínútur að lengd. Ákveðin skilyrði voru sett, t.d. að allir hópmeðlimir áttu að koma fram í myndbandinu og hluta myndbandsins átti að taka upp utandyra. Einnig þurfti að koma fram í myndinni ein lína úr Heiðarskólasöngnum og einkunnarorð skólans sem eru háttvísi, hugvit og heilbrigði. Afmælissöngur af ýmsum toga var vinsælt efni í myndböndum ársins.
Eftir hádegi á föstudeginum komu allir nemendur á unglingastigi saman á sal þar sem 15 myndbönd voru sýnd. Að sýningu lokinni fór fram atkvæðagreiðsla þar sem nemendur völdu stuttmynd ársins en gátu ekki valið sína eigin. Eins og undanfarin 2 ár var sérstök dómnefnd fengin til að leggja sitt mat á myndböndin en hana skipuðu þau Guðný leiklistarkennari og Gunnhildur Gunnarsdóttir forstöðumaður 88 hússins og Andri Már sem annaðist m.a. stuttmyndaval á þessu skólaári. Hópurinn sem gerði myndbandið Hlið við hlið fékk flest atkvæði og tóku krakkarnir glaðir við stuttmyndabikarnum góða. Hópinn skipuðu þau Gísli, Jökull, Pawel, Birgitta, Emelía, Elsa, Ásthildur, Andri, Alexander Máni og Ásta Rún í 10.EÞ.
1. sæti: Hlið við hlið https://youtu.be/OE0bWWdCRnI
Hér má sjá önnur myndbönd sem mátti birta á vefsíðunni:
8.bekkur
Heiðarskóli https://youtu.be/RHSn-NLezVs
Heiðarskóli fyrir 20 árum https://youtu.be/e_N4epkoh1w
My movie https://youtu.be/Q_HFeik3D2M
9.bekkur
Ránið á 20 ára afmælinu https://youtu.be/VxBMSmuIlYI
Narnia into the party https://youtu.be/tE_9k69f8Vk
Heiðarskóli 2019 https://youtu.be/Ix2EMdbumi4
Fréttastofa Heiðarskóla https://youtu.be/2xmCF3j-1lc
10.bekkur
Gvario https://youtu.be/zKQq2Drnvf8
Heiðarskóli í 20 ár https://youtu.be/FKGe0-dEaJE