6. október 2017

Hlupu samtals 1887,5 km í Heiðarskólahlaupi!

Dagana 14. og 18. september fór Norræna skólahlaupið fram en það kjósum við að kalla Heiðarskólahlaupið. 384 nemendur af 417 hlupu samtals 1887,5 km í hlaupinu. Höfðu nemendur val um að ganga/hlaupa 1 - 4 hringi í skólahverfinu eða 2,5 - 10 km. 

140 nemendur fóru 2,5 km

151 nemandi fór 5 km

59 nemendur fóru 7,5 km

34 nemendur fóru 10 km

Að meðaltali hlupu því nemendur 4,91 km. Ekki amalegt!

Nemendur í 8. - 10. bekk fóru samtals 710 km eða u.þ.b. vegalengdina til Egilsstaða. Bekkirnir á unglingastigi kepptu nú í fyrsta skiptið um það hvaða bekkur hljóp lengstu vegalengdina samtals og hlutu fyrir það veglegan farandbikar. Sigurvegararnir þetta árið voru nemendur í 10. ÞE. Var þeim afhentur bikarinn góði við vígslu körfuboltavallarins í dag, föstudag. Myndir af Heiðarskólahlaupinu og vígslu körfuboltavallarins má sjá hér.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan