13. október 2014

Hugmyndakassi fyrir Gryfjuna

Eðvarð Már Eðvarðsson, nemandi í 7. EA, hefur útbúið ljómandi fínan hugmyndakassa fyrir Gryjuna okkar en það er sameiginlegt útinámssvæði Heiðarskóla, Heiðarsels og Garðasels við Heiðarenda. Hafi einhver góða hugmynd fyrir þetta svæði þá á sá hinn sami að skrifa nafn sitt, bekk og hugmynd á blað og setja í kassann við fyrsta tækifæri. Kassinn er staðsettur fyrir utan stofu 20 sem er náttúrufræðistofa mið- og unglingastigs. Stafsfólki, foreldrum, systkinum, ömmu og öfum er að sjálfsögðu einnig frjálst að koma sinni hugmynd í kassann góða.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan