28. febrúar 2020

Hugvitsdagur

Föstudagurinn 28. febrúar var hugvitsdagur Heiðarskóla en þá voru nemendur skólans í hinum ýmsu verkefnum sem reyndu á sköpun, hugmyndaflug, samvinnu og fleira.

Nemendur yngsta stigs fengu að velja sér stöðvar t.d. að búa til slönguspil, þrautabraut í íþróttahúsi, tefla, hanna og vinna ýmislegt með pappakössum, búa til farartæki og kubba.

Nemendur á miðstigi bjuggu til umbúðir utan um egg sem var svo látið falla á milli hæða.  Markmiðið var að eggin myndu ekki brotna og gekk það upp í flestum hópum.

Nemendum á elsta stigi var skipt upp í hópa og verkefni hópanna var að hanna farartæki sem ekki var knúið með mótor.  Að lokum var keppni í íþróttahúsinu um það hvaða farartæki gæti ferðast lengst.

Nemendur skemmtu sér konunglega eins og sjá má á myndum í myndasafni.

  • Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ
  • Mentor
  • Reykjanesbær
  • Uppbyggingarstefnan