Hugvitsdagur
Einkunnarorð Heiðarskóla eru: Hugvit, heilbrigði og háttvísi. Sérstakir einkunnarorðadagar eru skipulagðir árlega og tilgreindir í skóladagatali.
Síðastliðinn þriðjudag var Hugvitsdagur hér í Heiðarskóla. Þennan dag fengu nemendur að spreyta sig á hinum ýmsu verkefnum og þrautum bæði í samvinnu og sem einstaklingar. Það var virkilega gaman að fylgjast með öllum takast á við hinar ýmsu þrautir.
Frábær dagur þar sem allir nemendur skemmtu sér vel og lærðu ýmisleg nýtt.